*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 28. júní 2016 11:13

Veðmálafyrirtæki skíttapa á Íslendingum

Erlend veðmálafyrirtæki töpuðu háum fjárhæðum þegar Ísland bar sigurorð af Englandi á EM í gær.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Erlend veðmálafyrirtæki töpuðu mörg háum fjárhæðum á íslenska landsliðinu í gærkvöldi. Sænska veðmálafyrirtækið Betsson var með stuðulinn 9,5 á sigur Íslands á venjulegum leiktíma, fyrir leikinn. Hins vegar var stuðullinn aðeins 1,4 á England fyrir leikinn.

Viðskiptablaðið hefur upplýsingar um nokkra sem veðjuðu á sigur Íslands en stuðullinn breyttist á meðan leik stóð og er hagnaður ekki sami hjá öllum. Hæsta hagnaðinn sem við blaðið hefur upplýsingar er einstaklingur sem lagði þúsund Bandaríkjadali undir og á því 9.500 dali á eftir, eða 1,2 milljónir króna. Fleiri lögðu hins vegar lægri fjárhæðir undir.

Norsk Tipping, sem er sambærilegt við Íslenska Getspá, töpuðu miklu á leiknum en 28 þúsund Norðmenn veðjuðu á leikinn. Stuðullinn á Ísland var 7,25 en Roar Jødahl, upplýsingafulltrúa Norsk Tipping sagði í samtali við útvarpsstöðina P4 í morgun að þeir hefðu fengið að sjá rautt eftir leikinn, slíkt var tap fyrirtækisins á leiknum.