Veðrið er að mestu gengið yfir í öllum landshlutum þótt ennþá sé vindasamt. Mikill viðbúnaður var í nótt vegna veðursins og björgunarsveitarmenn, auk fjölda lögreglu- og slökkviliðsmanna, starfsfólks veitu- og fjarskiptafyrirtækja, Rauða krossins og Samhæfingarmiðstöðvar Almannavarna lögðu sitt af mörkum.

Ekki er vitað um nein slys á fólki en eitthvað er um eignatjón. Að minnsta kosti tveir smábátar sukku í Reykjavíkurhöfn í nótt. Vegir eru ófærir víða um land. Röskun verður á leiðarkerfi Strætó í dag, en engar ferðir verða fyrr en eftir klukkan 8 og eiga vagnarnir að vera komnir á rétt rólk klukkan hálf níu. Innanlandsflug liggur niðri og verður athugað með flug eftir klukkan 11.

Röskun er á skólastarfi í dag. Skólar á höfuðborgarsvæðinu eru opnir en foreldrar eru beðnir um að fygljda yngri börnum til skóla.