Ekkert fékkst upp í tveggja milljarða króna kröfur í þrotabú félagsins Toppurinn innflutningur ehf. Toppurinn er þekktastur fyrir lóðaleigusamning sem félagið gerði við Reykjanesbæ til 75 ára um leigu á byggingarlóðinni Hjallar 1. DV fjallaði ítarlega um málið haustið 2010 og greindi frá því að Toppurinn hefði með samþykki Reykjanesbæjar veðsett lóðina upp á einn milljarð króna. Toppurinn fékk þannig milljarð króna í lán með því að veðsetja lóð sem var í eigu Reykjanesbæjar. Það var VBS fjárfestingarbanki sem veitti lánin en hann var síðar tekinn til slitameðferðar og voru það því kröfuhafar bankans sem áttu kröfu á veðin í landinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskriftendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð .