Belgingur, sem er heildsali á reiknuðum tölvuveðurspám, hefur ekki þjónustað Veðurstofu Íslands um tölvuspár síðan 2012. Fyrirtækið hafði selt Veðurstofunni tölvuspár í átta ár en haustið 2011 byrjaði Veðurstofan að reikna sínar eigin tölvuspár með svokölluðu Harmonie líkani.

Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Belgings, segir að samstarfinu um tölvuspárnar hafi verið slitið að frumkvæði Veðurstofunnar. Honum þykir stundum sem Veðurstofan sé að reyna að finna upp hjólið.

„Ég treysti okkur alveg til að gera allt sem Veðurstofan er að gera og gera það betur. Við vorum ekki að byrja á þessu í gær,“ segir Ólafur um sjálfvirkar veðurspár og bætir við að þróun líkans Veðurstofunnar hafi útheimt mikla vinnu hjá stofnuninni. Undanfarið hafi Veðurstofan ekki viljað nýta sér þekkingu Belgings, sem hefur þróað tölvuspár í meira en áratug. Hvort það sé góð nýting á skattfé skuli ósagt látið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .