*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 8. október 2013 15:45

Vefir Icelandair og Iceland Travel hljóta verðlaun

TM Software hannaði verðlaunavefsvæði Icelandair og Iceland Travel.

Ritstjórn

Vefsvæði Icelandair og Iceland Travel hafa unnið alþjóðlegu verðlaunin WebAward 2013. TM Software hönnuðu og þróuðu vefsvæðin.

Icelandair vann til verðlauna í flokki flugfélaga og hlaut verðlaunin Airline Standard of Excellence. Að auki vann Icelandair til verðlauna í flokki Mobile vefsvæða og hlaut verðlaunin Mobile Standard of Excellence. Iceland Travel hlaut verðlaunin Travel Standard of Excellence í flokki ferðavefsvæða.

Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja, móðurfélagi TM Sofware, að keppnin er skipulögð af Web Marketing Association. Í keppninni, sem haldin hefur verið árlega frá 1997, voru yfir 1.500 vefsvæði tilnefnd frá 40 löndum í 96 atvinnugreinum.