Fjölmiðlafyrirtækið Vefpressan ehf. skilaði 27,8 milljóna króna hagnaði árið 2014. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem rekur vefmiðlana Pressuna, Eyjuna og Bleikt.is.

Hagnaðurinn jókst um rúm 4% á milli ára, eigið fé sjöfaldaðist og eignir jukust um 30%. Eigið fé nam 32 milljónum króna í árslok 2014, eignir 225 milljónum og skuldir 193 milljónum.

Eigendur Vefpressunnar eru Björn Ingi Hrafnsson (49%), Arnar Ægisson (49%) og Ólafur Már Svavarsson (2%) en Arnar er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins.

Leiðrétting: Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að Vefpressan hefði fest kaup á DV. Hið rétta er að Pressan ehf., móðurfélag Vefpressunnar, keypti DV í lok árs 2014.