Félagið Vefpressan ehf., rekstrarfélag Pressunar, tapaði 29,8 milljónum á árinu 2011, samkvæmt ársreikningi sem skilað var til Ársreikningaskrár þann 7. janúar síðastliðinn. Rekstrarafkoman var neikvæð um 44,4 milljónir en um 14,5 milljóna söluhagnaður var af sölu fyrirtækisins Emoll.

Tap Vefpressunar á árinu 2010 nam 7,2 milljónum og jókst því töluvert milli áranna. Eignir hækkuðu um 40 milljónum í bókum félagsins milli ára og námu í árslok 2011 um 140 milljónum. Félagið Eyjan Media, sem rekur eyjan.is og Vefpressan keypti á fyrri hluta árs 2011, er bókfært á um 26 milljónir króna.

Heildarskuldir hækka mikið milli áranna 2010 og 2011. Í lok árs námu þær 21,8 milljónum en voru rúmar 90 milljónir um áramótin 2011/2012. Eigið fé nam um 48,5 milljónum en var rúmar 78 milljónir í lok árs 2010.

VÍS á 18% hlut í Vefpressunni og Björn Ingi Hrafnsson sömuleiðis. Arnar Ægisson og félagið AB10 ehf. eiga 14% hvor og Salt Investments ehf. á 11% hlut, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2011.