Valur Þráinsson heillaðist af samkeppnismálum þegar hann stundaði hagfræðinám í Amsterdam. Honum þótti vanta yfirsýn yfir samkeppnisstöðu á mörkuðum, og því fór hann að velta því fyrir sér hvernig hægt væri að leysa vandamálið með hjálp tækninnar. Eftir ýmsar athuganir datt honum í hug að setja upp vefsíðu, sem myndi taka saman allar mikilvægustu fréttir og upplýsingar um samkeppnismál. Vefsíðan hefur nú verið í prufukeyrslu í nokkrar vikur, en hún hefur fengið nafnið Competitionfeed.com.

Valur hefur starfað fyrir Sam­ keppniseftirlitið í fjögur ár, en hefur verið að sinna Competition­Feed á hliðarlínunni seinustu tvö ár. Að hans sögn er það gríðarlega mikilvægt fyrir samkeppnisaðila að vera með puttann á púlsinum. Í gegnum tíðina hefur það hins vegar reynst erfitt að halda yfir­ sýninni. Félögum hefur fjölgað, starfssviðin eru fleiri og fyrirtæki starfa á ýmsum nýjum og alþjóð­legum mörkuðum.

Valur segir CompetitionFeed leysa þennan hausverk með af­skaplega auðveldum hætti. „Vef­síðan safnar saman fréttum, bloggfærslum og tilkynningum af rúmlega 300 vefsíðum, með því að hlusta á svokallaða RSS­ strauma. Upplýsingarnar birtast svo allar í einfaldri röð á vegg Competitionfeed.com. Þar geta eftirlitsaðilar, ráðgjafar og stjórn­endur fylgst með upplýsingum um samkeppnismál, eða séð hvern­ig fjallað er um þeirra rekstur.“ CompetitionFeed á þó einnig að nýtast nemum og fræðimönnum, og því birtir síðan einnig fræðirit um samkeppnismál.

Fullkláruð útgáfa á markað í ágúst

Félagi Vals, Þórður Hermanns­son, hefur sinnt forrituninni, en sú vinna hefur staðið yfir í rúmt ár. Valur hefur fjármagnað fram­ leiðsluna sjálfur, en gert er ráð fyrir því að síðan fari að skila tekjum í náinni framtíð. Nemend­ur munu geta nýtt sér þjónustuna frítt, en grunnáskrift mun kosta tæpar 7 evrur. Fyrirtækjum og stofnunum mun þá einnig standa til boða að fá sérsniðnar vörur fyrir sinn rekstur. Sérsniðin vara mun þó kosta að lágmarki 85 evrur.

Nú þegar eru nokkur íslensk fyrirtæki að nota prufuútgáfu CompetitionFeed. Síðan á í raun að geta komið öllum stofnunum og fyrirtækjum til góðs. Sérstök sóknarfæri eru í sérsniðnu útgáfusíðunnar, enda býður hún upp á mikinn sveigjanleika. Viðskipta­vinur gæti til að mynda verið ráðgjafafyrirtæki sem hefði ein­ungis áhuga á að fylgjast með við­skiptavinum sínum og vörumerkj­um þeirra. Sérsniðin síða getur þá verið verulega nytsamleg.

Í ágúst á fullkláruð útgáfa af síðunni að fara á markað. Valur segir það þó mikilvægt að hætta ekki þróun. „Við höfum nú þegar byrjað að  fikta við einhverskon­ar gervigreind, sem á að læra á áhugasvið notendanna.“ Forritið á þá að sía út þær tilkynningar og fréttir sem notandinn hefur mest­an áhuga á. Ef notandinn virð­ist einungis vera að skoða frétt­ir um greiðslumiðlun, þá koma frekar upplýsingar á vegginn um greiðslumiðlun. Ef notandinn er einungis að skoða fréttir tengd­ar sjávarútvegi, þá koma aðallega upplýsingar um sjávarútveginn.