Ný vefsíða, Fjölbreytt forysta , hefur verið opnuð til að vekja athygli á mikilvægi jafnrar þátttöku kynjanna í forystu íslensks atvinnulífs. Síðan er í eigu Jafnréttisstofu og unnin með styrk frá Progress sjóði ESB.

„Við fengum útvalsteymi grínista og kvikmyndagerðarfólks til að hjálpa okkur við að útbúa sérstaka vitundarvakningu um mikilvægi þess að konur og karlar sitji saman við stjórnarborðið og séu í forystu fyrirtækja Þar á Jón Gnarr algeran stjörnuleik sem „Freki karlinn“,“ segir Edda Jónsdóttir samstarfaðili Jafnréttisstofu um gerð síðunnar.

„Þeir sérfræðingar sem rætt er við í viðtölunum á vefsíðunni, tala um að með fjölgun kvenna hafi fjölbreytni aukist í stjórnunum. Konur eru nú í meirihluta í stjórnum þriggja af þeim þrettán fyrirtækjum sem skráð eru á markað í Kauphöllinni en í hinum tíu er hinu lögbunda lágmarksviðmiði náð. Konur eru stjórnarformenn í fimm af þessum þrettán fyrirtækjum.“