*

miðvikudagur, 15. júlí 2020
Innlent 11. september 2019 15:45

Vefsíða Wow í loftið á næstunni

Miðasala og vefsíða Wow air opnar á allra næstu dögum að sögn lögmanns Ballerin.

Ritstjórn
Michelle Ballarin er formaður stjórnar Wow.
vb.is

 „Nú er unnið að því hörðum höndum að setja upp miðasölu og vefsíðu Wow og stefnt er að því að hvor tveggja fari í loftið á allra næstu dögum,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður athafnarkonunnar Michelle Ballarin, aðaleiganda og stjórnarformanns Wow. 

Michelle Ballarin tilkynnti á blaðamannafundi að Wow air muni fljúga að nýju í október. Fyrsta flugið er áætlað milli Dulles flugvallar í Washington og Keflavíkur, en höfuðstöðvar félagsins verða í framtíðinni í Washington borg í Bandaríkjunum.    

Stikkorð: Wow Ballarin