Tölvuhökkurunum í Anonymous gæti vel hafa heppnast að hægja á vef kauphallarinnar í New York en eins og frma hefur komið hafði Anonymous hótað að stöðva viðskiptakerfi kauphallarinnar í gær. Samkvæmt frétt á vef PC World hægði tvisvar verulega á viðskiptakerfinu í gær, annars vegar í eina mínútu kl. 12:30 og hins vegar í hálfa klukkustund kl. 14:30. Að sögn Daniel Berkowicz, talsmanns netfyrirtækisins Keynote Systems, var vefurinn svo gott sem ónothæfur í síðara skiptið en viðskiptakerfið mun þó hafa virkað sem skyldi.

Hann segir það þó enn ekki ljóst hvort það var árás Anonymous eða eitthvað annað sem olli trufluninni.