Vinnumálastofnun opnaði nýverið nýjan þjónustuvef - Mínar síður sem 744 notendur notuðu í október síðastliðnum. Vefurinn þykir vel heppnað vefverkefni.

Óðinn Baldursson, deildarstjóri Tölvudeildar Vinnumálastofnunar, skrifar um smíði vefsins á bloggi Advania. Þar telur hann til að aðgengið sé betra en áður, öryggið í rafrænum samskiptum auknið þar sem Íslykill er notaður til auðkenningar og þá hafi hringingum og komu til Vinnumálastofnunar fækkað mikið þar sem sjálfsafgreiðsla hafi verið aukinn. Það spari vinnu starfsmanna Vinnumálastofnunar.

Óðinn skrifar jafnframt að lykillinn að árangri sé sá að verkefnið var vel skilgreint, notendur voru settir í fyrsta sæti og öflugur verkefnahópur sem endurspeglaði vel allar þarfir verkefnisins vann þétt í því frá upphafi til enda.

Skrif Óðins má nálgast hér .

Á myndinni má sjá verkefnahóp starfsmanna Vinnumálastofnunar sem vann með starfsmönnum Advania að því að bæta þjónustu- og skráningarvef á vef Vinnumálastofnunnar sem ber heitið Mínar síður. Frá vinstri Eva Dögg Bergþórsdóttir, Sveinn Sveinsson, Þorbjörg Bjarnadóttir, Margrét Kr. Gunnarsdóttir, Margrét Lind Ólafsdóttir, Ásgerður Jóhannesdóttir, Gerður Gestsdóttir, Ingveldur Guðjónsdóttir, Óðinn Baldursson, Hákon Róbert Jónsson (Advania), Karl Sigurðsson og Arnór Ólafsson (Advania).