Fjögurra ára samgönguáætlun Ólafar Nordal innanríkisráðherra var rædd í þinginu í vikunni. Í þingsályktunartillögunni má sjá að Vegagerðin fær 24.182 milljónir til ráðstöfunar á þessu ári samanborið við 25.056 milljónir króna í fyrra.

Mjög hefur verið kallað eftir auknu fjármagni í innviði eins og vegi og þá ekki síst af forsvarsmönnum ferðaþjónustunnar en búist er við tveimur milljónum ferðamanna til landsins í ár.

Samt er niðurstaðan sú að Vegagerðin fær 874 milljónum krónum minna í ár en í fyrra. Á árunum 2017 og 2018 er áætlað að Vegagerðin fá 29,1 milljarð króna á næsta ári og tæpa 29,2 árið 2018.