Samkvæmt hálfs árs uppgjöri á fjárreiðum ríkisins eru Vegagerðin og Sjúkratryggingar þær stofnanir sem fara mest fram úr fjárheimildum í krónum talið. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.

Þá fær Vegagerðin rúma sjö milljarða samkvæmt fjárlögum en hefur samkvæmt uppgjöri þurft að leggja út 9 milljarða króna. Vetrarþjónusta skýrir umfram heimildir að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Sjúkratryggingar fara rúm tíu prósent fram úr heimildum eða 1.700 milljónir en samkvæmt frétt RÚV er það mest vegna S-merktra lyfja sem eru dýr í innkaupum.