*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 10. ágúst 2014 12:39

Vegagerðin og sjúkratryggingar fara mest fram úr

Hálfs árs uppgjör á fjárreiðum ríkisins gefur til kynna að Vegagerðin og Sjúkratryggingar fara mest fram úr fjárheimildum.

Ritstjórn
Hörður Kristjánsson

Samkvæmt hálfs árs uppgjöri á fjárreiðum ríkisins eru Vegagerðin og Sjúkratryggingar þær stofnanir sem fara mest fram úr fjárheimildum í krónum talið. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið. 

Þá fær Vegagerðin rúma sjö milljarða samkvæmt fjárlögum en hefur samkvæmt uppgjöri þurft að leggja út 9 milljarða króna. Vetrarþjónusta skýrir umfram heimildir að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Sjúkratryggingar fara rúm tíu prósent fram úr heimildum eða 1.700 milljónir en samkvæmt frétt RÚV er það mest vegna S-merktra lyfja sem eru dýr í innkaupum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is