Vegagerðin gegnir veigamiklu hlutverki fyrir ferðaþjónustuna í landinu ekki síst vegna þess að helsta markmið ferðaþjónustunnar hefur verið að byggja upp heilsársferðaþjónustu. Þetta kemur fram í svari Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar.

„Til þess að það markmið náist þarf að vera aðgengi að helstu ferðamannastöðum landsins allt árið og þar reynir á hlutverk Vegagerðarinnar, bæði þegar kemur að uppbyggingu vegakerfisins, viðhaldi vega og snjómokstri,“ segir í Ragnheiður Elín í svarinu. „Það er því ljóst að nauðsynlegt er að Vegagerðin sé í auknum mæli þátttakandi í hvers konar vinnu er varðar uppbyggingu ferðaþjónustu um landið allt og hefur ráðuneytið beitt sér fyrir því að Vegagerðin sé hugsuð sem hluti af því stoðkerfi sem ferðaþjónustunni er nauðsynlegt til að geta dafnað allt árið um allt land.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.