Vegagerðin gerði á dögunum athugasemdir við mótmæla aðgerðir trukkabílstjóra og taldi þá halla réttu máli. Nú hefur Veggerðin aftur séð ástæðu til gagnrýni og segir sumar fullyrðingar bílstjóranna beinlínis vera rangar.

„Í umræðu síðustu daga hefur því hvað eftir annað verið haldið fram að flutningabílstjórar gætu lent í því að verða að stöðva á Holtavörðuheiðinni og bíða í 45 mínútur. Þetta gengur ekki upp og er rangt.

Samkvæmt aksturs- og hvíldartímareglunum, sem hafa verið í gildi í nánast óbreyttar í átta ár, verður ökumaður að taka 45 mínútna hvíld fyrir hverja 4,5 klst. sem hann ekur. Einungis er miðað við akstur en ekki þegar verið er að lesta bílinn, svo dæmi sé tekið. Það dugir því gott betur en til að komast yfir Holtavörðuheiðina,” segir m.a. í athugasemdum Vegagerðarinnar.