Vegagerðin hefur ákveðið að fresta tveim útboðum, þ.e. á Arnarnesvegi (411) Reykjanesbraut - Fífuhvammsvegur annars vegar og Reykjabraut (724) Hringvegur-Húnavellir hinsvegar. Opna átti tilboð þann 23. júní nk.

Vegagerði hefur beðið átekta með frekari útboð og sagði Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri í samtali við Viðskiptablaðið á dögunum að heimildir Vegagerðarinnar til frekari útboða myndu ráðast af afstöðu ríkisstjórnarinnar. Ekkert hefur þó verið gefið upp um hvort búið sé að senda Vegagerðinni tilmæli um niðurskurð á fyrirhuguðum framkvæmdum. Tilboðsgjöfum í umrædd verkefni er nú boðið upp á að skila útboðsgögnum gegn skilagjaldi.