Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að þar á bæ vonist menn til að fá skýrari línur fyrir helgi um niðurskurðartillögur ríkisins varðandi vegaframkvæmdir.

„Staðan er sú miðað við þær fjárveitingar sem eru inni í fjárlögum þessa árs og það sem búið er að bjóða út, að við getum ekki boðið út meira í bili. Við þurfum allavega að fara mjög vel yfir stöðuna svo við séum ekki að bjóða út verk sem við getum ekki greitt á tilskyldum tíma á árinu."