Vegagerðin vinnur að því að fjölga vefmyndavélum á vegakerfinu. Nú er búið að taka í notkun þrjár nýjar vélar sem allar eru á Vestfjörðum. Þær sýna hvernig færðin er á Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar; á Hálfdáni á milli Tálknafjarðar og Bíldudals og á Fossahlíð í Skötufirði. Ný mynd kemur frá þessum vélum á fimm mínútna fresti og þær sýna þrjú sjónarhorn.

Með þessum vélum eru komnar upp 28 vefmyndavélar sem sýna veður og færð á vegakerfinu. Fljótlega verða fimm vélar til viðbótar teknar í notkun; í Þrengslum, við Skeiðavegamót, við Landvegamót, við Landeyjahöfn á Bakkafjöruvegi og í Eldhrauni.