Vegagerðin telur nú óhætt er að lýsa því yfir að hinni eiginlegu sumarhelgarumferð 2010 sé lokið. Helgarumferðin nú er komin undir það sem hún var í upphafi júní. Umferðin um nýliðna helgi varð einnig mun minni en um helgina þar á undan eða sem nemur 4,4 prósentum. Umferðin nýliðna helgi var 6,7% minni en sömu helgi 2009.

Stærsta umferðarhelgin árið 2010 var dagana 16. - 18. júlí og var hún um 3 prósentum stærri en verslunarmannahelgin sem var sú næst stærsta.

Það vekur athygli hversu jafnar og stórar síðasta helgin í júní og tvær næstu helgar þar á eftir eru. Eru þessar helgar mjög svipaðar og verslunarmannahelgin að stærð. Sé horft til áranna 2008 og 2009 sést að verslunarmannahelgin varð óvenju stór þetta árið, borið saman við aðrar helgar sumarsins.