Veggmynd eftir Erró var afhjúpuð í Álftahólum í Breiðholti að viðstöddum listamanninum og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í dag. Listaverkið er liður í átaki borgarráðs um að fjölga listaverkum í opnu rými í Breiðholtinu en þegar hefur listaverk eftir myndlistarmanninn Söru Riel verið afhjúpað við Asparfell.

Í fréttatilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að Erró hafi útfært teikningu sína í samráði við safnið á tvær byggingar í Breiðholti, annars vegar á Álftahóla og hins vegar á íþróttamiðstöðina við Austurberg. Lagt var upp með að efri hluti myndarinnar á Álftahólum sæist úr mikilli fjarlægð. Neðri hlutinn birtist svo þegar komið væri nálægt myndinni. Hugmyndin er að láta listaverkið kalla fólk langt að og bjóða því inn í hverfið til að njóta heildarmyndarinnar. Fígúrur úr myndinni verða svo stækkaðar á bogadreginn vegg íþróttahússins við Austurberg.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)