Þrír aðilar hafa sent inn umsagnir um frumvarp um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána sem fjármálaráð­herra lagði fram á Alþingi.

Ein umsögn er frá Samtökum atvinnulífsins og tvær umsagnir frá Íslend­ingum búsettum erlendis sem hafa selt fasteign sem áður hvíldi á verðtryggt lán. Þessir aðilar mótmæla því að falla utan þess ramma sem lagafrumvarpið gerir ráð fyrir. SA benda á að í ljósi áhrifa aðgerðanna á verðbólgu sem stefni verðbólgu­ markmiði í hættu næstu árin þá er óhjákvæmilegt að fjárlögum næstu ára verði beitt til mótvægis og verði því aðhaldssamari en ella. Í umsögn SA er bent á að það sé mat þeirra að niður­ greiðsla skulda ríkissjóðs eigi að hafa forgang umfram önnur markmið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .