Nefnd í innanríkisráðuneytinu hefur skoðað hvaða samgöngubætur sé hægt að fara í sem einkaframkvæmd. Í viðtali við RÚV segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra að skýrasti kosturinn sé Sundabraut. Átti hún fund með Degi B. Eggertssyni um þetta mál í gær.

Ekkert hefur verið ákveðið en Hanna Birna segir ljóst að ef farið verði út í þessa framkvæmd mun fólk þurfa að greiða fyrir að aka Sundabrautina. „Þess vegna hefur alltaf verið meginreglan hjá okkur að fara ekki í einkaframkvæmd nema vegfarendur geti farið aðra leið,“ segir Hanna Birna í samtali við RÚV.