„Hvað neikvæðar hliðarverkanir varðar þá verða menn að skoða sérstaklega hvernig hægt sé að bregðast við þeim. Í því sambandi væri helst vert að athuga hvort hægt sé að fjölga flokkum sem eru gjaldgengir til endurhverfra viðskipta við Seðlabankann,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

Hann segir ekki hægt að tiltaka hvaða flokka sé um að ræða á þessum tímapunkti, en að málið sé nú í skoðun. Samtals hyggst ríkissjóður gefa út ríkisbréf fyrir 105 milljarða króna, en útgáfan hefur verið gagnrýnd fyrir að draga krónur úr fjármálakerfinu og auka þannig á fjármögnunarerfiðleika fjármálafyrirtækja.

Þá hefur Greining Glitnis bent á að útgáfan kunni að seinka lækkunarferli Seðlabankans. Björgvin telur þessa athugasemd ekki eiga við rök að styðjast heldur kunni útgáfan þvert á móti að flýta fyrir því.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .