Heildarafli íslenskra skipa jókst um 19,5% metinn á föstu verði í síðasta mánuði. Aukningin nemur 15,6% frá sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Aflinn nam alls 99.264 tonnum í október síðastliðnum en 77.062 tonn í október í fyrra.

Af 46 þúsund tonna botnfiskafla nam þorskaflinn 23 þúsund tonnum en það er 5.200 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Þá nam ýsuaflinn tæpum 4.300 tonnum sem er rúmlega 400 tonnum minna en í fyrra.

Afli uppsjávartegunda nam rúmum 49.800 tonnum samanborið við 36.600 tonn sem veiddust í fyrra. Af heildaraflanum var tæpum 48.300 tonnum landað af síld í mánuðinum samanborið við 32.400 tonn í fyrra.