Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 76,9 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 81,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Aflaverðmæti hefur því dregist saman um tæplega 4,3 milljarða króna eða 5,3% á milli ára, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Aflaverðmæti botnfisks var rúmlega 48,3 milljarðar króna og var það 8,3% samdráttur frá fyrri hluta síðasta árs. Þar af nam verðmæti þorskafla um 24,7 milljörðum króna sem var um 9,1% samdráttur á milli ára. Aflaverðmæti ýsu nam 6,3 milljörðum og dróst saman um 14,2%

Á sama tíma nam verðmæti uppsjávarafla tæpum 20 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er um 7,9% aukning frá í fyrra.