*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 18. mars 2015 16:49

Veiðigjaldafrumvarp enn í vinnslu

Frumvarpið á eftir að fara í kostnaðarmat hjá fjármálaráðuneytinu og í framhaldi lagt fyrir ríkisstjórn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Frumvarp um veiðigjöld er enn í vinnslu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu í tilefni af fréttaflutningi Fréttablaðsins um málið en í því var fullyrt að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, væri tilbúið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um málið er gert ráð fyrir óbreyttu veiðigjaldi í því frumvarpi.

Í tilkynningu ráðuneytisins segir að skýrt hafi verið tekið fram í samtölum við blaðamann Fréttablaðsins að frumvarpið væri ekki tilbúið. Samráðsnefnd þingmanna um veiðigjöld verður kölluð saman til umfjöllunar um fyrirhugaðar ákvarðanir um sérstakt veiðigjald þegar þær liggja fyrir, eins og kveðið er á um í 5. gr. laga nr. 77 frá 2012. Frumvarpið fer því næst í lögbundið kostnaðarmat hjá fjármálaráðuneytinu og að því loknu er það lagt fyrir ríkisstjórn.