Veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar var í kvöld samþykkt með 30 atkvæðum. Frumvarpið fer nú til atvinnuveganefndar þingsins og svo til þriðju umræðu.  Tuttugu þingmenn sögðu nei í atkvæðagreiðslunni.

Þingmenn stjórnarflokkanna samþykktu frumvarpið að undanskildum Jóni Bjarnasyni sem sat hjá.

Auk Jóns sátu þrír aðrir þingmenn hjá og níu þingmenn voru fjarstaddir við atkvæðagreiðsluna, sem lauk kl 20:44 í kvöld.

Samkomulag var gert um þinglok fyrr í dag.

Skip í Reykjavíkurhöfn
Skip í Reykjavíkurhöfn
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)