*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 20. nóvember 2017 15:44

Veiðigjöld hækkuð um 1,1 milljarð

Nýtt veiðigjaldskerfi á Grænlandi á að skila 6,2 milljörðum í ríkiskassann, en kerfið rukkar mismikið eftir vinnslustað.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Grænlenska þingið hefur samþykkt nýtt kerfi veiðigjalda í landinu, sem munu taka gildi um áramótin að því er Morgunblaðið greinir frá. Er áætlað að nýja kerfið muni skila um það bil 380 milljónum danskra króna, eða 6,2 milljörðum íslenskra króna, en um er að ræða hækkun um 70 milljónir danskra króna, eða sem nemur 1,1 milljarði íslenskra króna.

Í nýja kerfinu verður föstu hlutfalli af löndunarverðmætum til fiskvinnslu í landinu innheimt, það er 5% ef meðalverðið fer yfir 8 danskar krónur, eða um 130 krónur á hvert kíló. Ef verðið er undir því verður einungis innheimt grunngjald sem miðast við 5 danska aura, eða 0,8 krónur íslenskar á kílóið.

Ef fiskurinn er hins vegar fluttur beint út eru rukkaðir að meðaltali tveir danskir aurar, eða 3,3 íslenskar krónur á hvert kíló ef það er að verðmæti 12 krónur danskar eða minna, það er 196 krónur íslenskar.

En ef meðalverðið er 12 til 17 danskar krónur á kíló, það er 196 til 277 krónur íslenskar er gjaldið einnig 5%, en eftir 17 danskar krónur hækkar gjaldið þangað til það nær 29,5 dönskum krónum, eða 481 íslenskri krónu en eftir það er prósentan föst.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is