Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þó atvinnugreinar sem nýti auðlindir Íslands eigi eðli málsins samkvæmt að greiða sanngjarnt gjald fyrir nýtinguna að því  er fram kemur í Morgunblaðinu .

„Gjaldið fyrir nýtingu auðlinda þarf að vera hóflegt og gæta jafnræðis,“ segir Heiðrún Lind en eins og fjallað hefur verið um hyggjast stjórnvöld lækka veiðigjöld á lítil og meðalstór fyrirtæki. Veiðigjöldin hækkuð um allt að 300% á síðasta ári.

„Við erum að ráðgera að árið 2018, miðað við óbreytt veiðigjald eins og fjárlög fóru í gegnum þingið, verði skattur 58 til 60 prósent af hagnaði. Tekjuskattur 20 prósent og veiðigjald 40 prósent. Þetta er hátekjuskattur á sterum þetta árið og gjaldtakan er komin langt fram úr hófi. Hún verður beinlínis skaðleg sjávarútvegi og þar með samfélaginu öllu.“