Veiðigjöld munu lækka um 9,6 milljarða króna á næstu tveimur árum ef nýtt stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nær fram að ganga. Veiðigjöld verði þá 9,8 milljarðar á næsta fiskveiðiári.

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi.

Fram kemur í frumvarpinu að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum muni þá lækka um 3,2 milljarða króna á rekstrargrunni 2013. Frá þessu er greint á Vísi í dag.

Í frumvarpinu segir einnig að ef gert verði ráð fyrir að gjaldtakan verði sú sama á fiskveiðiárinu 2014 þá megi áætla að tekjur ríkissjóðs á rekstrargrunni árið 2014 geti lækkað um 6,4 milljarða það ár.