*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 21. janúar 2018 16:05

Veiðigjöld nema 20 ára arðgreiðslum

Velta Vísis er 6,5 milljarðar og telur Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, fyrirtækið vera lítið eða meðalstórt fyrirtæki.

Gunnar Dofri Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Velta Vísis er 6,5 milljarðar og telur Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, fyrirtækið vera lítið eða meðalstórt fyrirtæki í sjávarútvegi. Rætt var við Pétur í Viðskiptablaðinu í vikunni sem leið. „En sumir líta á okkur sem stóra. Hvað er eðlilegt að fyrirtæki skili miklum hagnaði sem hlutfalli af veltu? Segjum einhvers staðar á milli 5-10%. Þessi veiðigjöld eru 50-100% af þeirri tölu. Síðan kemur maður inn á mjög viðkvæmt mál sem eru arðgreiðslur. Veiðigjöldin sem við borgum á einu ári núna, 300 milljónir, er það sama og við höfum borgað okkur í arð á 20 árum. Nú erum við með nýja arðgreiðslustefnu því þetta er fjölskyldufyrirtæki sem hefur tekið út lítinn arð – 300 milljónir á 20 árum er ekki mikið. Nýja stefnan er að greiða 10% af hagnaði í arð. Veiðigjöldin eru því fimm til tíu sinnum hærri en væntar arðgreiðslur. Það er alveg sama hvaða mælistiku þú setur á þetta. Veiðigjöldin á þessu ári eru ekki í neinum takti við raunveruleikann.“

20 borga megnið af veiðigjöldunum

Stóru fyrirtækin í sjávarútvegi greiða oft þónokkuð mikinn arð. Eru þau þá að spila í annarri deild en hin fyrirtækin? „Ég held að HB Grandi sé eina fyrirtækið sem greiðir helming af hagnaði í arð, aðallega vegna lífeyrissjóðanna. Samherji, flaggskipið okkar, greiðir 10%. Flest þessara fjölskyldufyrirtækja greiða jafnvel ekki arð. En spurningin er auðvitað hver sé munurinn á litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Þar er talað um 4.000 þorskígildistonn. Ég held að það séu 19 fyrirtæki með meiri kvóta en 4.000 þorskígildi og 20 fyrirtæki borga um 75% af veiðigjöldunum af þessum tæplega 1.000 fyrirtækjum og einstaklingum sem eru með veiðileyfi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is