*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 27. mars 2018 13:01

Veiðigjöldin vitlaust reiknuð

Gefa þarf út nýja reglugerð vegna ofáætlunar um 200 milljónir af veiðigjöldum á t.a.m. þorski og ýsu.

Ritstjórn
Gígja Dögg Einarsdóttir

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið neyðist til þess að gefa út nýja reglugerð um álagningu veiðigjalda vegna reiknivillu sem kom í ljós nýlega við fyrri útreikninga að því er Morgunblaðið segir frá.

Reiknivillan hefur ekki áhrif á gjaldstofninn sjálfan heldur hve mikið leggst á hverja tegund fyrir sig. Þannig var 200 milljóna ofreikningur á álagningu á veiðigjöld af þorski, ýsu og öfugkjöftu, meðan veiðigjald af öðrum botnfisktegundum var vanáætlað um 128 milljónir króna.

Jens Garðar Helgason  formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi bendir á að með þessu verði hækkun á gjöldum í tegundum eins og grálúðu og gulllax sem komi sér illa fyrir útgerð frystitogara.

„Þetta er leiðrétting á útreikningum á gjöldum sem við höfum gagnrýnt,“ segir Jens Garðar. „Þessi gjaldheimta er heldur ekki í takt við afkomu greinarinnar í dag. Víða frá eru að koma fram upplýsingar um versnandi afkomu.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is