*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 15. september 2011 17:15

Veiðilækur skuldar 138 milljónir

Eignarhaldsfélag Sigurðar Einarssonar tapaði 15,2 milljónum króna í fyrra.

Ritstjórn

Veiðilækur ehf., eignarhaldsfélag Sigurðar Einarssonar, tapaði 15,2 milljónum króna í fyrra. Eina eign Veiðilækjar er hálfbyggt sumarhús Sigurðar í Borgarfirði og veiðiréttindi í Norðurá. Félagið skuldar samtals 138 milljónir króna. 110 milljónir króna af skuldinni er bankalán en afgangurinn er 27,3 milljóna króna lán frá Sigurði til Veiðilækjar.

Í lok maí gerði embætti sérstaks saksóknara húsleit í höfuðstöðvum VÍS og móðurfélagi þess Existu vegna milljarða króna lánveitinga VÍS til Existu og tengdra aðila á árunum 2007 til og með 2009. Rannsóknin byggði á athugun Fjármálaeftirlitsins (FME) sem hófst síðla árs 2010. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er eitt þeirra lána sem FME gerði athugasemd við, og sérstakur saksóknari rannsakar nú, 75 milljóna króna lán til Sigurðar með 200 milljóna króna veði sumarhúsinu.Tryggingabréf vegna þeirrar lántöku var gefið út 29. desember 2008, tæpum þremur mánuðum eftir bankahrun.