Veiðileyfagjaldið hefur verið tekið af dagskrá Alþingis samkvæmt heimasíðu Alþingis, en umræðunni um frumvarpið, sem staðið hefur í sjö daga, er ekki lokið. Þingfundur hefst á Alþingi klukkan hálfellefu. Veiðigjaldsfrumvarpið hafði verið rætt í sjö daga þegar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sleit þingfundi á laugardag og frestaði umræðunni.

Tuttugu önnur mál eru á dagskrá þingsins í dag. Enn er óljóst hvenær þingstörfum lýkur. Fyrsta mál á dagskrá í dag, að loknum óúndirbúnum fyrirspurnum, er framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.