Aukinn kraftur er að færast í sölu á nýjum skotvopnum, eftir nokkra niðursveiflu sem varð eftir hrun. Þetta segir Ólafur Vigfússon, eigandi Veiðihornsins. Aukinn áhugi er á dýrari merkjum og byssum heldur en áður. Sé litið á tölur Hagstofunnar sést að talsverð aukning varð á innflutningi skotvopna milli áranna 2012 til 2014.

Þannig voru fluttar inn nýjar haglabyssur og rifflar fyrir 72.987.564 kr. árið 2012, fyrir 67.754.909 kr. ári síð­ ar og fyrir 90.380.708 kr. í fyrra. Miðað er við fast verðlag í júní 2015.

Innflutningur á nýjum skotvopnum
Innflutningur á nýjum skotvopnum
© Jóhannes Stefánsson (VB MYND/JS)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .