Vilmundur Jósefsson, var á dögunum endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins, en Vilmundur hefur verið viðriðinn hagsmunabaráttu atvinnurekenda og fyrirtækja í tuttugu ár.

Vilmundur er veiðisjúklingur, eins og hann orðar það sjálfur, bæði í stang- og skotveiði. Hann stundaði golf um tíma en hætti því vegna þess að það var of tímafrek iðja. Vilmundur vill ekki gera upp á milli rjúpu- og gæsaveiða, en segir þó að það sé mjög skemmtilegt að ganga um heiðar í leit að rjúpu. Gæsaveiðin eigi sér hins vegar sinn sjarma. Hvað varðar stangveiðina segir hann að Vatnsdalsá hafi alltaf spilað stóran þátt í hans veiðimennsku, enda er hann alinn upp á bökkum árinnar.