Þeir Bubbi Morthens og Einar Falur Ingólfsson mættu hjá Ármönnum í liðinni viku og kynntu þar veiðibækur sínar sem nýverið komu út. Einar Falur kynnti Íslenskar veiðiár en það er þýðing á bókinni Rivers of Iceland eftir Robert Neil Stewart hershöfðingja en hún kom fyrst út árið 1950 og hefur lengi verið talin til klassískra veiðibókmennta.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Margir íslenskir veiðimenn kannast við eða hafa lesið bókina en hún er fyrir margra hluta sakir áhugaverð eins og fram kom í erindi Einars.

Einar lagði land undir fót við vinnslu bókarinnar og heimsótti afkomendur Stewarts á óðalssetri hans í hálöndum Skotlands. Þeir hafa haldið flestu til haga sem tengist veiði Stewarts, ekki bara veiðigræjunum, heldur var áhugavert að sjá myndir Einars af fjölmörgum og nákvæmum veiðidagbókum Stewarts frá Íslandi, fjölda gamalla mynda sem hann tók hér á Íslandi sem marg- ar prýða bókina auk teikninga og frétta úr gömlum íslenskum dagblöðum

Nánar má lesa um veiðibækurnar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

veiði
veiði
© Björgvin Guðmundsson (VB Mynd/BG)