*

sunnudagur, 26. september 2021
Erlent 28. desember 2012 16:50

Veik eftirspurn eftir Windows 8

Asískir tölvuframleiðendur segja eftirspurnina eftir Windows 8 ekki vera eins mikla og búist var við.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Forstjóri Fujitsu, eitt af stærstu fyrirtækjunum í tölvugeiranum í Japan, segir að veik eftirspurn eftir nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, muni valda því að fyrirtækið mun ekki selja jafn margar tölvur og áætlanir gerðu ráð fyrir.

Háttsettir stjórnendur Acer og Asus taka undir með forstjóra Fujitsu. Forstjóri Acer í Bandaríkjunum segir að það sé engin spurning að salan mætti vera meiri og fjármálastjóri Asus segir að eftirspurn eftir Windows 8 sé ekki mjög góð sem stendur.

Ekki eru allir á sama máli. Michael Dell segir að eftirspurnin eftir Windows 8 sé töluverð og Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, segir að eftirspurnin sé meiri en eftir Windows 7.

Steve Ballmer hefur rétt fyrir sér en Microsoft hefur selt 80 milljónir eintaka af Windows 8 fyrsta mánuðinn sem er meira en Windows 7.

Stikkorð: Microsoft Fujitsu Acer Dell Asus