Sú verðhækkun sem fram kom í verðbólgutölum Hagstofunnar í morgun einkennist af því að gengisveiking krónunnar eftir sumarið er að koma inn af nokkrum krafti. Greiningardeild Arion banka segir áhrifin koma skýrast fram í hærra verði á innfluttri vöru á borð við mat og drykkjarvörum, bílum, húsgögnum og lyfjum.

Verðbólga jókst á milli mánaða, fór úr 4,2% í 4,5%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Í Markaðspunktum greiningardeildarinnar er bent á að í síðasta mánuði hafi sömuleiðis mælst þónokkur gengisáhrif og því komnar fram tvær vísitölumælingar sem beri þess merki að og eru því nú komnar tvær mælingar í röð sem bera klárlega merki þess efnis að veiking krónunnar er að skila sér í dýrari matarkörfu til neytenda. Þessi þróun mun halda áfram á næstu mánuðum, að mati greiningardeildar Arion banka.