Veikara jen hjálpaði til við að ýta Nikkei vísitölunni upp á mörkuðum í nótt. Markaðirnir bíða þó í eftirvæntingu eftir að heyra ræðu Seðlabankastjórans í Bandaríkjunum, Janet Yellen sem verður á föstudag í Jackson Hole, Wyoming, á ársfundi seðlabankans.

Sony, Toyota og Nissan hækka

Meðal hlutabréfa í Japan hækkaði Sony Corp um 2,15% í kjölfar tilkynningar fyrirtækisins um verðhækkun á PlayStation plus þjónustu sinni.

Japanskir bílaframleiðendur hækkuðu einnig vegna væntinga um að sterkara gengi Bandaríkjadals muni gera japanskan útflutning samkeppnishæfari. Toyota Motor Corp hækkaði um 2,05%, Nissan Motor Co. Ltd. hækkaði um 2,72%

Quantas flýgur hærra

Í Ástralíu hækkaði Quantas Airways um 1,47% í kjölfar tilkynningar um sögulegan hagnað eftir uppgjörsárið. Mun fyrirtækið borga arð sem nemur 7 áströlskum sentum á hlut, en það er fyrsta arðgreiðsla fyrirtækisins síðan árið 2009.

Helstu hlutabréfavísitölur á svæðinu:

  • Nikkei 225 vísitalan í Japan hækkaði um 0,61%
  • Kospi vísitalan í suður Kóreu lækkaði um 0,30%
  • Taiwan Weighted vísitalan lækkaði um 0,15%
  • Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,77%
  • Dow Jones Shanghai vísitalan í Kína lækkaði um 0,24%
  • FTSE China A50 vísitalan lækkaði um 0,47%
  • S&P/ASX 200 vísitalan í Ástralíu hækkaði um 0,14%
  • Dow Jones New Zealand vísitalan lækkaði hins vegar um 0,80%