Hagvöxtur í Kína hægði á sér í desember og var 6,8% það er veikasti hagvöxtur í einum fjórðungi síðan árið 2009.

Hagvöxtur á ársgrundvelli var 6,9% á síðsta ári, en þetta er veikasti hagvöxtur í Kína síðan árið 1990, en stjórnvöld höfðu spáð 7% hagvexti.

Neikvæð áhrif lækkandi iðnaðarumsvifa hefur verið að skapa þrýsting á stjórnvöld til að losa enn frekar um peningamálastefnu sína og veikja gengi Júansins. Iðnaðarframleiðsla jókst um 5,9% og hefur ekki vaxið jafn lítið í aldarfjórðung, spár hefðu gert ráð fyrir 6,2% vexti.

Hlutabréfamarkaðir í Asíu hækkuðu í viðskiptum dagsins. Nikkei í Japan hækkaði um 0,55%. Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 2,07%. Sjanghæ hækkaði um 3,22%.