Veiking krónunnar hefur jákvæð áhrif á virði 98% hlutabréfamarkaðarins og þar af mjög jákvæð á 53% markaðarins, segja greiningaraðilar.

Félögin sem skráð eru á Kauphöll Íslands eru mjög alþjóðleg. Könnun á landfræðilegri skiptingu tekna og gjalda fyrirtækjanna leiðir í ljós að breska pundið er mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækjanna. Fyrirtækin fá um 33% tekna og borga slíkt hið sama í gjöld í pundum.

Evran er næst mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækjanna í Kauphöllinni, fyrirtækin fá um 24% tekna í evru og um 23% útgjalda þeirra eru í þeim gjaldmiðli.

Í þriðja sæti er íslenska krónan, fyrirtækin fá um 23% tekna í krónum og greiða um 22% útgjalda þeirra er í krónum, í fjórða sæti er Bandaríkjadalur, fyrirtækin fá um 11% tekna í dollurum og um 16% útgjaldanna er í Bandaríkjadal.