Morgunblaðið hefur upp á síðkastið birt auglýsingu um fréttaskrif í almennum íslenskum fréttamiðlum, en það er byggt á tölum frá Creditinfo um fjölda frétta.

Þar eru yfirburðir Morgunblaðsins augljósir, en að samanteknum miðlum Árvakurs eru 38% daglegra frétta landsins fluttar á þess vegum (og fréttir K100 ekki með taldar). Það er jafnmikið og allir miðlar aðrir en Fréttablaðið flytja samanlagt.

Samanlagt flytja miðlar Árvakurs og Torgs, útgáfu Fréttablaðsins, um 62% allra frétta þessara miðla. Við bætist að fréttir prentmiðla eru oftast efnisríkari, svo munurinn er sennilega meiri.