Ríkisstjórn Frakklands hefur samþykkt að veita Írak 430 milljón evra lán. Samkvæmt frétt Bloomberg kemur lánveitingin í kjölfarið á erfiðleikum í ríkisfjármálum Írak vegna baráttu þarlendra stjórnvalda við íslamska ríkið. Þar að auki hefur lágt heimsmarkaðsverð á olíu komið illa við efnahag landsins.

Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, sem staddur er í heimsókn í Baghdad greindi forsætisráðherra Írak, Haider al-Abadi frá því að lánveitingin muni eiga sér stað fyrir lok þess árs. Frakkar gera þó þær kröfur að umbætur þurfi að eiga sér stað í opinberum fjármálum og í rekstri opinberra fyrirtækja landsins. Þá er einnig gerð krafa um aukna skilvirkni í orkumálum.