*

laugardagur, 26. september 2020
Erlent 28. nóvember 2016 18:52

Veita smálán á Taílandi

Fyrirtækið Muangthay Leasing Pcl. býður upp á smálán á Taílandi. Hagnaður félagsins jóks um 82% milli júlí og september.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Fyrirtækið Muangthay Leasing Pcl. lánar að hámarki 430 Bandaríkjadali, en tekur veð í eignum fólks sem hefur áhuga á að setja upp lítil fyrirtæki í Bangkok. Félagið var skráð á markað í lok árs 2014 og hefur nú þegar tryggt stofendum þess sæti á Forbes listanum.

Fyrirtækið hefur þó verið að færa út kvíarnar og telur enn mörg tækifæri vera fólgin í smálánum í sveitum Taílands. Fáir hafa kost á því að stofna bankareikninga og að fara í gegnum flókin lánaferli hjá stóru bönkunum. Fyrirtæki á borð við Muangthay Leasing Pcl. hafa því sprottið upp víðs vegar um landið upp á síðkastið, en eftirspurnin eftir fjármagni er mikil.

Fyrirtækið býður upp á 25% ársvexti, sem eru þó skárri en okurvextir sem glæpagengi og aðrir hópar hafa verið að veita almennum borgurum. Algengustu veð Muangthay eru mótorhjól, bílar og landsvæði.

Hagnaður félagsins jókst um 82% milli júlí og september, en fyrirtækið lánar einnig 88% meira.

Stikkorð: Taíland Asía Hagnaður Smálán