Áformað er að opna kvöldverðarveitingastað í Ráðhúsi Reykavíkur um næstu mánaðamót. Borgin tók tilboði rekstraraðilans Tjarnar veitingahúss ehf. Borgarráð samþykkti í síðustu viku leigusamning til fimm ára við rekstraraðilann. Veitingastaðurinn á að taka að sér veitingahúsarekstur í kaffihúsarými á fyrstu hæð ráðhússins. Þar var lengi rekið kaffihús. Þar hefur það ekki verið um skeið. Í dag er ráðhúsið opið til klukkan sjö á kvöldin á virkum dögum en til sex um helgar. Með kvöldverðarveitingastað lengist opnunartíminn til um miðnætti.

Í Morgunblaðinu í dag að rekstraraðili veitingahússins eigi auk þess að reka kvöldverðarveitingastað, mötuneytisþjónustu við starfsmenn og aðra tilfallandi veisluþjónustu vegna funda eða uppákoma.

Í blaðinu segir að leiguhúsnæðið sé samtals 406 fermetrar og skiptist í fjögur rými. Leigugreiðslan fyrstu sex mánuði leigutímans nemur 100.000 krónur á mánuði án virðisaukaskatts með hita og rafmagni. Eftir þessa sex mánuði greiðir rekstraraðili 5% af veltu á mánuði í leigu, þó aldrei lægri fjárhæð en 150.000 kr.

Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir í samtali við Morgunblaðið þetta gott leiguverð.