Nýverið opnaði veitingavagninn Seljalandsveitingar við Seljalandsfoss þar sem hægt er að kaupa kaffi, gos, samlokur, pylsur og súpur. Auk veitinga er hægt að kaupa minjagripi og einnota regnslár fyrir þá sem vilja ganga bak við fossinn og eru ekki með útbúnað í það.

Hjónin Elísabet Þorvaldsdóttir og Heimir Hálfdanarson eru eigendur Seljalandsveitinga auk vinahjóna þeirra Kristínar Guðbjartsdóttur og Atla Más Bjarnasonar. Heimir er einn eigenda jarðarinnar í kringum Seljalandsfoss en hún er þríbýl. Aðrir landeigendur hafa veitt stöðuleyfi fyrir vagninum fram til 1. október.