*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 4. ágúst 2017 13:07

Veitir auknar aflaheimildir til strandveiða

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur í dag ákveðið að auka við aflaheimildir til strandveiða um 560 tonn og verða strandveiðiheimildir því 9.760 tonn á þessari vertíð.

Ritstjórn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur í dag ákveðið að auka við aflaheimildir til strandveiða um 560 tonn og verða strandveiðiheimildir því 9.760 tonn á þessari vertíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Með þessari ákvörðun er komið til móts við samþykkt stjórnar Landssambands smábátaeigenda, sem send var ráðuneytinu í byrjun ágúst, en þar var skorað á ráðherra að auka aflaviðmiðun í ágúst þannig að ekki kæmi til stöðvunar veiða. 

Með þessari ákvörðun er þó ekki aukið við áður ákveðnar heildaraflaheimildir, líkt og áskörun LS kvað á um, heldur er hér um að ræða tilflutning milli þeirra þátta sem 5,3% er ráðstafað til. 

Stikkorð: Aflaheimildir strandveiðar eykur